Creative Association
for Arts and Culture Drom

Markmiðum

Markmið NRAP er að ...

 

• stuðla að framgangi norrænna sígaunalistamanna með tengslaneti, jafningjastuðningi, sýnileika og viðurkenningum, einkum hvað varðar unga, vaxandi listamenn

• ýta undir þekkingu og skilning á listrænum hefðum norrænna Sígauna

• hvetja til og hlúa að alþjóðlegum samræðum milli menningarhópa með því að auðvelda aðgengi að vönduðum upplýsingum um norræna sígaunalistamenn

• ryðja úr vegi tungumálahindrunum sem til þessa hafa tálmað gagnkvæmum listrænum tjáskiptum og víxlverkun menningarhópa

• styðja við alþjóðlega sjálfsvitund Sígauna og mikilvægi á alþjóðamælikvarða og meðvitund sígaunalistamanna um mikilvægi sitt – „Það er engin þjóð án eigin listamanna, nóbelsverðlaunahafa og samfélagsstöðu“ (Veijo Baltzar, 1987).

• leggja áherslu á gildi gagnkvæms samstarfs, kynningar og samstöðuanda meðal norrænna sígaunalistamanna sem undirstöðu almennrar velferðar og heilla, bæði listamannanna og þjóðarinnar.

• fjalla um listir og listamenn Sígauna í sambærilegu félagslegu samhengi og meirihlutans; leggja sama mat á stöðu þeirra og hjá meirihlutanum (sbr. aðildarskilyrði samtaka atvinnulistamanna á Norðurlöndunum).

• stuðla að efnahagslegri og félagslegri þátttöku minnihluta og Sígauna í samfélögum Norðurlanda, svo sem með aðild að samtökum og ráðum sem taka ákvarðanir um listræn málefni.

MARKMIÐ FRAMTAKSINS OG HUGMYNDAFRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR

 

NRAP stendur fyrir hvetjandi fordæmi fyrir hæfni til að starfa með meirihlutanum en vera jafnframt trúr menningarlegum rótum og hefðum. Við trúum að til þess að menning – sem list og tjáning hennar – varðveitist og þróist með tímanum verði að viðhalda þekkingu á hefðunum og snertingu við þær. Nýtt getur ekki orðið til án þess gamla.

 

Fyrir listamenn er óendanlega mikilvægt að njóta stuðnings sinnar eigin þjóðar. Hvað varðar Sígauna er það hins vegar ekki sjálfgefið. Að frátöldu tónlistarfólki hefur listafólk Sígauna til þessa verið útlagar án stuðnings þjóðar sinnar. Það hefur valdið því að sjálfsvitund Sígauna er á reiki. Ef við virðum okkur ekki sjálf er til einskis að kvarta yfir virðingarleysi annarra. Þá verðum við að sætta okkur við það: þjóð án sinna eigin listamanna er lágstéttarfólk í augum annarra – verður óhjákvæmilega skotspónn kynþáttafordóma og ójafnaðar.


NRAP mun ekki styðja neina starfsemi sem í eðli sínu gerir lítið úr Sígaunum, setur Sígauna í annað samhengi en þá sem eru fulltrúar samfélagskerfisins og valda meirihlutans. Verkefnið hafnar því að taka þátt í starfsemi þar sem list Sígauna er meðhöndluð á annan hátt eða í öðru samhengi en list meirihlutans. Þá mun NRAP heldur ekki styðja starfsemi þar sem Rómanar koma fram sem fulltrúar valdakerfis meirihlutans og gleyma eðli og mikilvægi sinnar eigin þjóðmenningar. NRAP styður ekki heilkenni kókoshnetu og jógúrt-rúsína – dökk að utan en hvít að innan og öfugt. Á hinn bóginn getur NRAP t.d. stutt að listamaður skrifi á tungumáli meirihlutans eða taki þátt í samræðum við fólk úr meirihlutanum (samþætting fjölmenningar og samfélags meirihlutans án þess að missa sjálfsvitund sína).